Um mig

Hæhæ, ég heiti Elín Katrín Long Rúnarsdóttir oftast kölluð Elka, ég er 6 barna móðir og er ein af þessum öru íslendingum semsagt með ADHD greiningu. Ég bý á Stokkseyri, og er hálf menntuð myndlistarkona og heimavinnandi húsmóðir eins og er, en hef unnið við hin ýmsu störf í gegnum tíðina. Einnig er ég hönnuður í hjáverkum og hanna undir nafninu embrace of elka. Ég hef alltaf haft verulega gaman af allri hönnun bæði innanhús og utan, og hef stundum sagt í gríni að ég sé hálfgerð hönnunar mella. Eins og sjá má á myndinni þá ELSKA ég múmínálfa og  hugsjónina á bakvið þá sögu. Ég hef elskað múmínálfa frá því að ég var lítil stelpa. Ég á dágott og fallegt safn af bæði múmínbollum, skálum, skeiðum og mörgu fleiru sem tengist múmínálfum, en ég safna líka fleiru, t.d. Snjókúlum, bæði jóla og líka frá hinum ýmsu löndum, ég safna fallegri hönnun og á marga uppáhalds hönnuði sem of langt er að telja upp hér. Ég safna auðvitað snyrtivörum og ýmsu fl. En það sem er stæðst og best í mínu lífi er þó barnasafnið mitt, en ég er verulega rík kona að eiga öll þessi fallegu og heilbrigðu börn.